Your browser version is outdated. We recommend that you update your browser to the latest version.

Gátlisti fyrir VSK

Þegar við eigum von á skjölum vegna VSK skila er gott að hafa allt við hendurnar frá upphafi svo að tíminn sé vel nýttur, þá erum við fljótari að ganga frá vaskinum.

 

Það sem þarf þegar á að bóka og skila inn virðisaukaskattinn er: 

 

  • Taka þarf saman allan pappír sem ber virðisaukaskatt fyrir viðkomandi tímabil.  Taka saman sölu      tímabilsins (útgefnir reikningar, söluuppgjör úr sjóðsvélum o.s.frv.).  Sum fyrirtæki senda ekki reikning á pappír og þarf því að prenta þá út t.d. úr tölvupósti, netbanka eða með öðrum hætti.  Nauðsynlegt er að fá bankayfirlit, svo bókari sé ekki í vafa hvernig hlutir eru greiddir og koma þannig í veg fyrir seinni tíma leiðréttingar.  Sama á við yfirlit fyrir greiðslukort sem eru notuð til að borga fyrir útlagðan kostnað. 

 

  • Þau félög sem nota sjóðsvélar, þurfa að vanda söluuppgjör þannig að bókari þurfi ekki að eyða tima í að finna út rétta sölu dagsins.  Sala sem greidd er með greiðslukortum þarf að stemma við uppgjör posa.

 

  • Ef um er að ræða innflutning á vörum eða tækjum, þá þarf að passa upp á að fá alla pappíra sem tengjast aðflutningsjöldum og öðrum innflutningskostnað.  Sérstaklega er mikilvægt að fá svo kallaða SMT kvittun fyrir virðisaukaskatt og öðrum aðflutningsgjöldum frá þeim aðila sem sér um innflutninginn.  Einnig er gott að fá reikninga frá erlenda aðilanum svo hægt sé að átta sig á hvað er verið að kaupa inn.  Ef reikningurinn er greiddur þá er gott að fá greiðslukvittun frá banka eða greiðslukortayfirlit sem sýnir greiðsluna.

 

  • Veflykill fyrir skil á virðisaukaskatti.

 

  • Gott er að bóka annan bókhaldspappír um leið og bókað er fyrir virðisaukaskattinn.  Það minnkar vinnuna sem eftir er til að klára ársreikning ársins og flýtir fyrir að vandamál í bókhaldinu komi í ljós.  Sumir fá ekki í pósti yfirlit vegna sölu sem greidd eru með greiðslukortum (debetkort og kreditkort)  því gæti þurft að prenta það út úr netbanka fyrirtækisins.

 

Endilega spyrjið ef þið eruð óviss eða óörugg varðandi eitthvað tengt VSK eða bókhaldi almennt. Við erum hér til að veita ykkur persónulega og áreiðanlega þjónustu. Við viljum skila inn fyrir ykkur gott bókhald og með því fylgir góð samskipti.